Föst upphæð sem veitt er til funda íbúanna
Fyrirkomulag á styrkveitingum til funda og stefnumóta borgara innan vinabæjasamstarfsins eru mun einfaldari. Styrkurinn eru föst fjárhæð, sem á að standa undir hluta þess kostnaðar, sem móttökuborgin stendur straum af (gisting, máltíðir, ferðir innanbæjar, fundarsalir o.s.frv.) og kostnaði við ferðir þátttakenda frá öðrum löndum. Styrkirnir eru reiknaðir út frá föstum grunni þannig að upphæð þeirra tengist ekki beint ákveðnum kostnaði. Þess vegna þarf styrkumsækjandinn ekki að leggja fram fjárhagsáætlun eða réttlætingu á kostnaði.
Upphæðin á styrknum er reiknuð á eftirfarandi hátt:
-
Styrkur sem tengist kostnaði við skipulagningu er reiknaður með því að margfalda fjölda þátttakenda frá boðnum sveitarfélögum með fjölda fundadaga og með dagskostnaðartaxta landsins þar sem fundurinn fer fram. Listi yfir taxta mismunandi landa fylgir umsóknarforminu.
-
Styrkur sem tengist ferðakostnaði er reiknaður fyrir hverja boðna sendinefnd með því að margfalda fjölda þátttakenda með fjölda þeirra kílómetra sem farnir eru (báðar leiðir) og með föstu kílómetragjaldi fyrir hvern þátttakanda.
Frekari upplýsingar um þetta er að finna í leiðavísi áætlunarinnar.
Styrkupphæðin getur ekki verð hærri en þau hámörk sem sett eru í leiðavísi áætlunarinnar en þau eru endurskoðuð árlega.