Hvernig á að sækja um?
Á tímabilinu 2007-2008 fellur vinabæjastarfið undir 1. lið í áætlunarinnar. Til að nálgast frekari upplýsingar um hana er hægt að skoða leiðavísi á öllum tungumálum Evrópusambandsins og vef framkvæmdaskrifstofunnar, þar sem m.a. er að finna spurt og svarað síðu.
Í áætluninni falla styrkir til vinabæjasamstarfs undir tvo flokka:
-
Aðgerð 1 : Stefnumót íbúa sem tengjast vinabæjatengslum og þematengt net vinabæja.
-
Aðgerð 2 : Ýmis verkefni og stuðningsaðgerðir.
Styrkbeiðnir verða að samræmast þeim skilyrðum og reglum sem eru sett fram í leiðarvísi áætlunarinnar, sérstaklega hvað varðar dagsetningar. Athugið að styrkbeiðnir verður að senda nokkrum mánuðum áður en verkefnið á að hefjast.
Á vef framkvæmdaskrifstofunnar er að finna skráningarform og upplýsingar um þau gögn, sem verða að fylgja því. Hvatt er til þess að sótt sé um á rafrænan hátt enda flýtir það fyrir valferlinu.
Vakin er athygli á því að framkvæmdastjórn ESB veitir yfirleitt ekki styrk til verkefna nema þau séu styrkt af öðrum aðila (e. "co-financing"), þ.e.a.s. nauðsynlegt er að fjármagna sjálf(ur) hluta af útlögðum kostnaði. Samfjármögnunin tekur til flestra styrktra verkefna framkvæmdastjórnarinnar og allra annarra verkefna, sem tengjast fundum og stefnumótum íbúa innan vinabæjasamstarfsins.