Twinning.org
CCRE
header-image

Velkomin á evrópska vinabæjavefinn!

Vinabæjasamstarfið varð til í Evrópu á 6. áratugnum en markmiðið með því var að ýta undir samskipti á milli íbúa í ríkjum álfunnar. Síðan þá hefur vinabæjasamstarfið verið í stöðugri þróun þótt grunnhugmyndin sé sú sama, þ.e. að styrkja tengsl og samkennd íbúa.

Í hugum Íslendinga eru vinabæjartengsl fyrst og fremst tengd norrænu samstarfi, en það eru spennandi möguleikar, sem geta falist í því fyrir íslensk sveitarfélög og landshlutasamtök, að stofna til vinabæjatengsla í evrópsku umhverfi.  Evrópsk vinabæjasamstarf er víðtækt, byggt á áratugareynslu og nýtur viðurkenningar ESB sem árangursrík leið til að skiptast á þekkingu og reynslu og skapa samevrópska kennd milli sveitarfélaga.  Vinabæjatengslin eru gjarnan nýtt þegar sótt er um styrk til Evrópusambandsins til fjölbreyttra þróunarverkefna..

Þrátt fyrir þessa ríku hefð í vinabæjasamstarfi, meðal sveitarfélaga og héraða í Evrópu, hefur verið erfitt að finna á einum stað allar nauðsynlegar upplýsingar um samstarfið.  Það er megin ástæðan fyrir því að Evrópusamtök sveitarfélaga, CEMR, réðst í gerð þessa vefjar. Á honum er að finna fjölbreyttar og greinargóðar upplýsingar um vinabæjasamstarf og leiðbeiningar um það hvernig hægt er að koma á vinabæjatengslum.  Loks er að finna viðmót sem gerir sveitarfélögum og landshlutasamtökum kleift að stofna til vinabæjasamstarfs.