Twinning.org
CCRE
header-image

Þín landssamtök

Í hverju Evrópulandi bjóða sambönd sveitar- og héraða sveitarfélögum, íbúum, sveitum eða héruðum, upp á aðstoð m.a. á sviði vinabæjatengsla.

Samband íslenskra sveitarfélaga mun leitast við að aðstoða sveitarfélög og landshlutasamtök við að finna vinabæi. Á þessum vef er hægt að fylla út rafræna umsókn um þátttöku i vinabæjatengslum.  Viðmótið er á íslensku en upplýsingarnar sem þið látið inn á vefinn munu birtast á vinabæjavef CEMR á öllum þeim tungumálum sem í boði eru, alls tæplega þrjátíu. Að beiðni CEMR þarf sambandið að samþykkja allar beiðnir sem koma frá Íslandi og er það gert til að koma í veg fyrir að ruslpóstur rati inn á vefinn. Það getur því tekið nokkra daga frá því umsókn er send inn og þar til hún birtist á vefnum.

Samband íslenskra sveitarfélaga mun einnig leitast við að miðla upplýsingum um möguleika til fjármögnunnar sem og um atburði og uppákomur sem tengjast vinabæjahreyfingunni.

Stærsti hluti sveitarfélaga- og héraðasambanda eru aðilar að Evrópusamtökum sveitarfélaga - CEMR, þ.á.m. Samband íslenskra sveitarfélaga. Frekari upplýsingar um landssamtökin sem og þá sem eru í forsvari fyrir vinabæjatengslin hjá CEMR er að finna á vef samtakanna : http://www.ccre.org.