Hvar á að byrja?
Velkomin(n) á rafræna vinabæjaleitarvél!
Hér finnur þú bestu mögulega vinabæi og til þess eru tvær leiðir:
-
Með því að skoða lista með auglýsingum frá sveitarfélögum sem leita að vinabæ;
-
eða með því að birta sjálf(ur) auglýsingu þar sem þú kynnir sveitarfélag þitt og óskar eftir að finna vinabæ.
Hvernig virkar þetta?
Á fremur auðveldan hátt…
Fyrst biðjum við þig um að senda okkur upplýsingar um það hvernig hægt er að hafa samband við þig. Þegar það hefur verið gert, er tölvupóstur sendur sjálfvirkt á netfangið sem þú gafst upp. Þessi tölvupóstur inniheldur notandanafn þitt og lykilorð sem veitir þér aðgang að auglýsingunni þinni til að breyta henni eða bæta. Nauðsynlegt er að geyma notendanafn og lykilorð svo hægt sé að breyta auglýsingunni í framtíðinni.
Skráningarforminu, þar sem sveitarfélagið þitt er kynnt, er skipt í marga glugga. Þetta gerir okkur kleift að vista þá hluta sem þú hefur fyllt út og til þess að þú þurfir ekki að byrja upp á nýtt ef þú þarft að gera hlé á skráningunni, t.d. ef tæknileg vandamál koma upp.
Stjörnumerkta glugga verður að fylla út, að öðrum kosti þarf að byrja upp á nýtt. Upplýsingarnar í flestum þessara skylduglugga gera öðrum kleift að hafa samband við þig. Nokkrir dagar geta liðið þar til skráningarformið birtist á leitarvefnum.
Nokkur hagnýt atriði
Til að forðast ruslpóst: Í reit í fyrsta glugga skráningarformsins sérðu bókstafi og tölur í mismunandi stærð og litum. Sláðu inn í reitinn þessar tölur og bókstafi í sömu röð og þau birtast. Þetta er leið til að hindra ruslpóstforrit í að komast að rafræna skráningarforminu.
Staðsettu þig á kortinu: Verðandi vinabæir vilja gjarnan vita nokkurn veginn hvar á landinu sveitarfélag þitt er staðsett. Til þess að það sé mögulegt er gagnvirkt kort á vefnum, sem gerir þér kleift að setja rauða bendilinn á staðsetninguna. Þú getur stækkað og minnkað kortið eftir því hversu nákvæm(ur) þú vilt vera (efra horn til vinstri á kortinu).
Ljósmyndir og kvikmyndir: Skráningarformið gerir þér einnig kleift að setja inn myndir og kvikmyndir af sveitarfélaginu. Ef myndirnar og kvikmyndirnar eru þegar til staðar á vef sveitarfélagsins, er nóg að afrita slóðina og líma svo í viðeigandi reit. Þú getur einnig sett kvikmyndir á Google video vefinn og sett svo tengil í þær.
Textasvæði: Á skráningarforminu eru nokkur textasvæði. Þau eru ætluð til þess að bæta við upplýsingum. Athugið að texti, sem er bætt við á þennan hátt, er ekki þýddur sjálfkrafa yfir á önnur tungumál og því skynsamlegt að skrá allar upplýsingar þar á ensku.