Twinning.org
CCRE
header-image

Evrópusambandið

Evrópusambandið álítur að vinabæjasamstarfið sé gagnleg leið til að auka skilning fólks á markmiðum ESB, þ.e. að efla samevrópska sjálfsmynd og að færa íbúana nær hver öðrum. Til að undirstrika þetta setti Evrópusambandið á laggirnar, árið 1989, sérstaka áætlun til að stuðla að ýmiskonar tengslum á milli íbúa álfunnar, þ.m.t. vinabæjatengslum.  Áætlunin hefur fengið íslenska heitið „Evrópa fyrir íbúana” (e. Europe for Citizens)

Á tímabilinu 2007 – 2013 verður úthlutað á milli 11 og 14 milljóna evra úr áætluninni og er mestum hluta þess fjármagns varið til vinabæjaverkefna.  Framkvæmdastjórn ESB ráðfærir sig við CEMR um úthlutun fjármuna. 

Upplýsingar um áætlunina má finna í leiðavísi áætlunarinnar og á vef Framkvæmdastjórnarinnar. Áætlunin er opin hinum 27 löndum ESB en einnig, að vissum skilyrðum uppfylltum, löndum sem hafa sótt um inngöngu í ESB og löndunum á vestari hluta Balkanskaga. Enn sem komið er eiga Ísland og Noregur ekki aðild að þessari áætlun en unnið er að því.

Framkvæmd áætlunarinnar, t.d. umsjón með vali á tillögum um vinabæjatengsl og greiðslu á styrkjum, er í höndum sérstakrar skrifstofu, sem er með heimasíðu þar sem m.a. má finna spurt og svarað síðu.