Twinning.org
CCRE
header-image

Vinabæjasáttmálinn

Vinabæjasáttmálinn er ekki lagalega bindandi. Tilgangurinn með honum er að auðvelda aðilum að koma á varanlegum samböndum, sem byggð eru á trausti. Innihald og formið á sáttmálanum er heldur ekki grafið í stein og hægt er að breyta honum hvenær sem er í samræmi við eðli samstarfsins og óskir vinabæjanna.

Vinabæjasáttmálann þarf að leggja fyrir stjórn viðkomandi aðila, þ.e. sveitarstjórn, stjórn landshlutasamtaka o.frv. til að umfjöllun fari fram og tengslin við vinabæinn verði gerð opinber. Því næst er sáttmálinn undirritaður. Þeir aðilar sem undirrita hann skuldbinda sig hvor gegn öðrum en þeir geta ekki leitað á náðir dómstóla ef upp kemur vandamál. Hins vegar geta aðilar slitið vinabæjarsáttmála.

Hér fyrir neðan er dæmi um vinabæjasamning, sem er gjarnan notaður:

VINABÆJASÁTTMÁLI

Við undirritaðir, ………………………… (nafn) og …………………………….. (nafn),
bæjarstjórar í ……………………………… (land) og í …………………………… (land)

Lýðræðislega kjörnir fulltrúar viðkomandi sveitarfélaga, staðráðnir í að standa undir væntingum og þörfum íbúa okkar.

Meðvitaðir um að siðmenning okkar á rætur að rekja til okkar fornu og frjálsu „hreppa”, að hugmyndin um frelsi spratt upp úr því frjálsræði sem þeir höfðu áunnið sér og að það varð síðar grunnurinn að stofnun sjálfstæðra sveitarfélaga.

Vitandi það að veraldarsagan mun halda áfram en að sú veröld verður því aðeins mannleg að bæði karlar og konur geti lifað frjáls í frjálsum borgum.

Sannfærðir um mikilvægi þess að nálægðarreglan sé virt.

Staðfestum gildi þess að virða mannréttindi, sem við teljum að hvorki sé hægt að rjúfa né framselja.

Viðurkennum að aukið sjálfstæði hinna ýmsu eininga samfélagsins kallar á viðurkennt alþjóðlegt skipulag sem er grunnur að raunverulegum friði.

Sannfærðir um að þau bönd sem binda saman sveitarfélögin í álfunni leggi grunn að þeirri viðleitni að rækta evrópskt bræðralag og stuðla þannig að „manneskjulegri” Evrópu.


Á ÞESSUM DEGI TÖKUM VIÐ FORMLEGA AÐ OKKUR ÞÁ SKULDBINDINGU

Með vísan til þeirra vensla sem þjóðir okkar hafa bundist ( eða Byggð á þeim tengslum sem lönd okkar hafa stofnað til)

• Að stofna til varanlegra tengsla á milli þessara (tveggja) sveitarstjórna í því augnamiði að eiga samræðu, miðla reynslu og innleiða sameiginleg verkefni sem kunna að styrkja starfsemi beggja aðila á þeim sviðum er falla undir starfsemi sveitarfélaganna.

• Að hvetja til og styðja við samskipti á milli íbúa sveitarfélaganna til að styrkja, með gagnkvæmum skilningi og samvinnu, hið evrópska bræðralag.

• Að fylgja almennum reglum um kurteisi og virðingu fyrir fjölbreytileika, í anda trausts og samkenndar.

• Að tryggja öllum íbúum jafnan rétt til þátttöku í samskiptum sveitarfélaganna.

• Að halda á lofti, fyrir milligöngu samstarfs okkar, alheimsgildum um frelsi, lýðræði og jafnrétti byggð á lögum um réttarríki.

• Að gera allt sem í okkar valdi stendur til að stuðla að friði, framförum og hagsæld, þ.e :

SAMEINAÐRAR EVRÓPU.

Gert í/á ………………………. Þann …………………………