Twinning.org
CCRE
header-image

Viðburðir

CEMR skipuleggur á fjögurra til fimm ára fresti stóra ráðstefnu þar sem saman koma þátttakendur í vinabæjasamstarfi, þ.e. borgar- og bæjarstjórar, kjörnir fulltrúar, fulltrúar íbúa og skipuleggjendur alls staðar að úr Evrópu. Þessir viðburðir, þar sem stefnt er saman mörg hundruð þátttakendum, eru vettvangur fyrir samræður þar sem hver lærir af öðrum. Þær veita einnig fulltrúum frá evrópustofnunum möguleika á að koma sínu að ásamt því að uppfræða og hlusta á þátttakendur. Á Rhodos ráðstefnunni, árið 2007, hleyptu CEMR og Framkvæmastjórn ESB af stokkunum nýrri áætlun „Evrópa fyrir íbúana” (e. Europe for Citizens) sem nánar er sagt frá síðar.

Á hverju ári stendur aðalskrifstofa mennta- og menningarmála ESB (e. DG Education and Culture) fyrir athöfn þar sem sk. Gullstjörnuverðlaunin (Golden Stars/Étoile d’or) eru veitt. Verðlaunin eru veitt þeim vinabæjatengslum sem best þykja hafa stuðlað að því að efla evrópsk gildi og eru dæmi um gott vinnulag. Dómnefndin er m.a. skipuð fulltrúum frá evrópustofnunum og CEMR.