Twinning.org
CCRE
header-image

Sögulegt ágrip

Vinarbæir urðu til upp úr 1945 þegar flest vinabæjasamböndin tengdu borgir, sem skömmu áður höfðu verið óvinveittar vegna stríðsins. Það var eitt af forgangsverkefnum CEMR árið 1951, þegar samtökin voru stofnuð, að koma á þessari nýju hreyfingu. Áratugurinn sem fylgdi í kjölfarið einkenndist af gríðarlegri aukningu í fjölda og gerða vinabæjatengsla.

Vinabæjatengslin einskorðast ekki við aðildarlönd Evrópusambandsins því t.d. Sviss og Noregur hafa alltaf verið virk á þessu sviði. Þá er það staðreynd að vinabæjasamböndin hafa alltaf haft  jákvæð áhrif í hvert sinn sem Evrópusambandið stækkar, allt frá því að því var komið á legg af stofnríkjunum sex.

Uppbygging lýðræðis í löndum Suður-Evrópu, Grikklandi, Portúgal og á Spáni á áttunda áratugnum og innganga þeirra í Evrópusambandið á þeim níunda leiddi til fjölda nýrra vinabæjasambanda sveitarfélaga í þessum löndum á meðan þau bjuggu sig undir og urðu hluti af ESB.

Hið sama var upp á teningnum í Mið-Evrópu eftir fall kommúnismans árið 1989 en það leiddi af sér nýja öldu vinabæjatengsla allt þar til mesta stækkun Evrópusambandsins átti sér stað árið 2004. Þessi tengsl stuðluðu að því að færa þjóðir á meginlandinu, sem lengi höfðu átt í erjum, nær hver annari.

Evrópusambandið hefur veitt vinabæjatengslum fjárhagslegan stuðning, einkum þegar þau hafa í för með sér aukin evrópsk gildi.