Twinning.org
CCRE
header-image

Evrópusamtök sveitarfélaga

Það voru Evrópusamtök sveitarfélaga - CEMR sem stofnuðu til formlegrar skipulagðrar vinabæjahreyfingar í byrjun sjötta áratugarins. Síðan þá hafa samtökin verið óþreytandi við að halda merki vinabæjasamstarfsins á lofti.

Vinabæjanet CEMR er einstakt því það tengir saman sérfræðinga frá þeim landssamtökum sem eiga aðild að samtökunum. CEMR efnir reglulega til umræðna um allt það sem lýtur að vinabæjasamstarfinu: Það sem heppnaðist vel, frumkvæði á vettvangi Evrópumála, mikilvægir viðburðir o.m.fl.

Framkvæmdastjórn ESB ráðfærir sig reglulegu við sérfræðinga innan CEMR um vinabæjarstarfið og vegna þessara og ýmissa annarra tengsla við Evrópustofnanirnar er CEMR í góðri aðstöðu til þess að tryggja að vinabæjasamstarfið fái viðeigandi fjárstuðning.

Auk þess skipuleggjur CEMR atburði á sviði vinabæjatengsla s.s. málstofur, málþing og ráðstefnur og gefur út rannsóknir og hagnýta leiðarvísa eins og „Vinabæjatengsl morgundagsins”. Til þessa vefs var í raun stofnað til þess að kynna vinabæjasamstarfið og halda merki þess á lofti.